Kenía, Tansanía og Sansibar – Júní 2026

Búið ykkur undir ferð sem snertir bæði hjarta og sál, upplifið ævintýri sem skilja eftir minningar sem endast út lífið. MúltíKúltí ferðir kynna einstaka ferð í júní til Kenía, Tansaníu og Sansibar.
(Ferðin er ekki takmörkuð við þá dagskrá sem kemur hér á eftir, hægt er að skoða ferðalýsingu frá síðustu ferð undir “fyrri ferðir” þar sem ýmsu var bætt við dagskrána.)
 
Kenía – 3 nætur í Nairobi
12. júní: Flogið af stað frá Keflavík.
13.-16. júní: Ferðin hefst í Naíróbi þar sem í boði er m.a. að heimsækja Karen Blixen-safnið þar sem höfundurinn bjó og var vettvangur bókar hennar Jörð í Afríku. Þá verður farið á Masaí-Mara markað og borgin skoðuð. Hópurinn á kost á að kynna sér Little Bees-skólans í fátækrahverfi Naíróbi sem Vinir Kenía og Tansaníu hafa stutt í yfir 20 ár. Einnig er í boði að heimsækja Önnu Þóru í Haven Rescue Home, en hún hefur í mörg ár haldið úti heimili fyrir ungar mæður á aldrinum 12-18 ára og veitt þeim menntun, sálfræðistuðning og opnað fyrir ný tækifæri í lífinu.
 
Mwansa í Tansaníu – 3 nætur við Viktoríuvatnið.
16.-19. júní: Næst er haldið til Mwanza sem kölluð er Rock City, þar sem hún er byggð á hæðum, þöktum stórum steinum. Þar býðst þátttakendum að kynnast starfi Hakizetu-samtakanna, sem reka saumaskóla þar sem ungar stúlkur læra saumaskap og í boði er að láta sauma á sig afrísk föt úr litríkum efnum. Þá verða samtökin Nourish Africa, kynnt, en þau vinna að fræðslumálum í umhverfisvernd og fjármagnar ferðin m.a. tráræktar- og fræðsluverkefni sem unnið er í samvinnu við samtökin. Þá er í boði að sigla út á Sanaane-eyju, sem er minnsti þjóðgarður Tansaníu og rölta þar innan um fjölskrúðugt dýralíf.
 
Safarí í Serengeti – 2 nætur í tjaldi
19.-21. júní: Að morgni 18. júní koma safaríjeppar og sækja hópinn og eftir fund með fararstjórum heldur hópurinn sem leið liggur í Serengeti-þjóðgarðinn, þar sem hægt er að sjá stórkostleg villt dýr í sínu náttúrulega umhverfi. Gist er í lúxus-tjaldbúðum og þar sem fólk sofnar við svæfandi hljóð villtra dýra. Í safaríinum er fylgt The Big Migration, þar sem milljón hjarðdýra stefnir í norður í fylgd rándýra af öllu tagi.
 
Ngorongoro gígur – nótt í lúxus-lodge
21-22. júní: Eftir tvær nætur í tjöldum er ekið út úr þjóðgarðinum með viðkomu í Masaíaþorpi og gist í lúxus gisti”lodge”. Daginn eftir er ekið niður í hinn magnaða Ngorongoro-gíg þar sem finna má finna langflestar dýrategundir, m.a. The Big Five: Fíl, hlébarða, ljón, buffal og nashyrning. Að því loknu er ekið sem leið liggur á Kilimanjaro-flugvöllinn og flogið í um klukkustund til Sansibar.
 
Sansibar – Strandlíf og Stone Town í 5 nætur
22.-27. júní: Gist er í tvær nætur í Stone Town í Sansibar þar sem má upplifa heillandi blöndu arabískrar, evrópskrar og afrískrar menningar á þröngum götum innan um kryddmarkaði. Síðan er haldið á strandhótel þar sem hópurinn dvelur þrjár nætur við hvíta ströndina – í algjörri afslöppun, eða hann nýtur afþreyingar sem í boði er; að freista þess að snorkla með höfrungum, skoða kryddbæi eða fá leiðsögn á ýmsar gerðir brimbretta.
 

Verð (miðað við 2 í gistingu): 785.000 kr.
(54.000 kr. bætast við óski fólk eftir að vera eitt í herbergi í hótelum)

Innifalið:

-Allt flug, til Kenía og Tanzaníu (Mwanza og Sansibar) frá Íslandi og til baka.
-Öll gisting, á hótelum og í tjöldum.
-Morgunmatur í hótelum og fullt fæði í safarí.
-Safaríferð í Serengeti og Ngorongoro, með akstri, leiðsögumönnum og fullu fæði.
-Akstur til og frá hótelum og í heimsóknir í verkefni.
-Leiðsögn og skipulagning í ferðinni.
-Vegabréfsáritanir.
-Stuðningur við mannúðar- og trjáræktarverkefni.

Ekki innifalið:

-Bólusetningar.
-Sérstakar ferða- og farangurstryggingar.
-Kostnaður á hótelum, s.s. þvottur, miníbar, símtöl o.fl.
-Innritaður farangur.


Hafðu samband til að tryggja pláss – takmörkuð sæti!
MúltíKúltí ferðir – ferðumst með tilgangi.